Sumarstarf

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvistarfi / sjúkraflutningar

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) auglýsir af og til eftir starfsfólki til að sinna slökkvistarfi og/eða sjúkraflutningum. Ef um framtíðarstörf er að ræða fá þeir sem eru ráðnir nauðsynlega menntun og þjálfun til að sinna starfinu, fyrir utan að meirapróf þarf hver og einn að taka sjálfur. Allir starfsmenn okkar verða að vera reiðubúnir að vinna á vöktum, en vaktakerfið byggist á 8 og 12 tíma vöktum allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.

Hæfniskröfur í sumarstarf:

Hafa lokið að lágmarki 60 ein. á framhaldsskólastigi (en æskilegt að hafa lokið sveinsprófi eða stúdentsprófi sem eru menntunarskilyrði til framtíðarstarfa)
Hafa réttindi til sjúkraflutninga (EMT-B) við upphaf starfs.
Góð íslenskukunnátta, bæði tal- og ritmál.
Færni í samskiptum, frumkvæði og geta til að vinna undir álagi.  Hafa góða líkamsburði og gott andlegt og líkamlegt heilbrigði.  Almenn reglusemi og háttvísi áskilin.

Sjá nánar

http://shs.is/index.php/um-okkur/mannaudur/sumarstorf-hja-slokkvilidinu-arid-2019/